Kjötkatlarnir

Síðan 2008 hafa laun bankastjóra Arion banka hækkað 145% en á sama tíma hafa lægstu laun staðið í stað. Forkólfar verkalýðshreyfingarinnar og samtaka atvinnulífsins ásamt ríkisstjórninni gerðu með sér "stöðugleika sáttmála". Ég minnist þess ekki að hafa gefið þessum forkólfum umboð til að ákveða að ég ætti að lifa á horriminni og margir hafi ekki í sig og á. Það er kominn tími til að senda skilaboð út í þjóðfélagið. Kröfu um að neysluvísitalan margfræga verði gerð að launavísitölu. Það er ljóst að það lifir enginn á 160.000 krónum enda segir neysluvísitalan að einstaklingur þurfi um 300.000 krónur til að lifa á. Þá er ekki verið að tala um einhvern íburð, heldur bara að mæta helstu útgjöldum. Hækkun úr 160.000 í 300.000 krónur samsvarar 87,5% hækkun. Sú hækkun gerir okkur með lægstu launin rétt svo hálfdrættinga á við bankastjórann sem situr við kjötkatlana í Borgartúninu.

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband