Hvað nú?

Núna þegar búið er að neita Icesave lögunum um brautargengi af meirihluta þjóðarinnar þá þurfum við að fara að horfa til framtíðar. Hvað þurfum við að gera til að koma hjólunum hér á landi í gang?
Það virðist ekki sem neinir af þeim sem eiga að stýra atvinnumálum hér á landi hafi hugmynd um hvernig á að fara að. Þeir eru enn grafnir ofan í skotgrafirnar sem verða dýpri og dýpri með hverjum deginum. Það er oft sagt að nú verði að hugsa út fyrir kassann enn hvernig væri bara að fjarlægja "ANSK." kassann.

það sem þarf að gera er eftirfarandi.

1. Afnema verðtryggingarkröfu á lífeyri og lækka ávöxtunarkröfuna niður í 2% eða jafnvel lægra. Við þetta er innlent fjármagn orðið samkeppnishæft við erlent með tilliti til ávöxtunarkröfu. Fyrirtæki hér á landi standa ekki undir meira en sirka 2% raunávöxtunarkröfu. Hvernig er þá hægt að ætlast til að lífeyrissjóðir standi undir 3,5%?

2. Þegar búið er afnema verðtryggingarkröfuna á lífeyri er hægt að afnema hana af öðrum lánum. Þessar óraunhæfu verðtryggingarkröfur á lífeyri er það sem heldur verðtryggingu og alltof háu vaxtastigi víð líði hér á landi.

3. Fella niður gjaldeyrishöft, en á sama tíma setja ofurskatta á flutning fármagns úr landi (krónu- og jöklabréf). Bjóða eigendum þess fjármagns að nota peningana í fjárfestingar hér á landi. (Lilja Mósesdóttir hefur lengi talað fyrir þessu fyrir daufum eyrum ríkisstjórnarinnar).

4. Gera aðgengi að fjármagni til nýsköpunar auðveldara. Núna eru tildæmis lífeyrissjóðirnir í sameiningu að reka Framtakssjóð Íslands en gallin þar er að ekki má fjárfesta í atvinnusköpun fyrir minna en 200 miljónir. (Enda bara keypt í stórfyrirtækjum sem eru við það að fara á hausinn s.s. Húsasmiðjan) Þetta er tímaskekkja þar sem í raun vantar peninga til að koma mörgum lífvænlegum rekstri í gang, þó ekki vanti meira en 200 milljónir til.

Framtakssjóður Íslands er dæmi um þá tímaskekkju sem enn er við líði hér. Þeir voru að dásama um daginn að þeir hefðu skilað 700 milljóna króna hagnaði. Sá hagnaður er hins vegar tilkominn vegna sölu og rýringar á eignasafni Icelandair group um 7 milljarða. Það er sem sagt enn verið að leika sama leikinn. Selja eignir og nota það til að greiða út arð svo að hægt sé að láta líta svo út að um heilbrigðan rekstur sé að ræða. Ef ekki hefði komið til þessi arðgreiðsla frá Icelandair group þá væri Framtakssjóðurinn rekinn með rúmlega 3ja milljarða krónu halla. Halla sem þyrfti að koma úr vösum lífeyrisþega hér á landi.

Sem sagt við þurfum að fara að hugsa öðruvísi og hugsa til framtíðar. skilja við gamlan úreltan hugsanahátt í viðskiptalífinu. Það má sjálfsagt bæta mörgu við þetta, en þetta er í það minnsta byrjunarreitur fyrir uppbyggingu hér á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband