Nábrókin

Núna er farið fram á hinum pólitískavelli og lagt gegn verðtryggingunni. Það er rétt að bankarnir hafa verðtrygginguna eins og belti og axlabönd um reksturinn og brókin sem þeir halda uppi er nábrók. Nábrókin er þjóðin sem á þess eins kost en að lifa við þessi kjör sem í boði eru eins og fjármálakerfið er uppbyggt í dag. Það nægir hins vegar ekki að leggja af verðtrygginguna, hún er afleiðing af óstjórn sem er í fjármálakerfi landsins. Lífeyrissjóðir þurfa 3,5% raunávöxtun til að standa undir 56% lífeyri sem lög kveða á um. Það þarf að byrja á að afnema lífeyrissjóðina í þeirri mynd sem er og byggja upp gegnumstreymiskerfi fyrir lífeyrisrétt landsmanna. Síðan geta þessir snillingar sem reka lífeyrissjóðina í núverandi formi rekið séreignarsjóði þar sem ekki er krafan um 3,5% raunávöxtun. Þegar þessi breyting er komin í gegn er hægt að afnema verðtrygginguna og vinna í því að lækka vexti í landinu sem núna er haldið háum til að vernda lífeyrissjóðina og þá óstjórn sem fylgir þeim í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband