Móna Lísa Íslands

Ramminn og striginn sem Móna Lísa er á er ekki mikils virði heldur er verðmætið í tilfinningum og huglægu mati á listaverkinu. Ef verðmæti Mónu Lísu væri eða hefði einhvern tíma verið metið í ramma og striga væri löngu búið að mála yfir hana eða nota sem eldivið í arinn einhvers stóriðjutröllsins. Stóriðju- og virkjanatröllin líta á og fara með náttúru Íslands eins og þetta sé bara rammi og strigi sem hefur engin önnur verðmæti. Þarf alltaf einhverja útlendinga til að benda á það augljósa? Gálgahraun tildæmis er dæmi um þetta og ef Gálgahraun er einskins virði eru þá verk Kjarvals nokkuð meira virði en ramminn og striginn sem þau eru máluð á? 

Núna þarf á næstunni að fara að safna pening til að hafa efni á að fara í mál til verndar Gálgahrauni sem verður höfðað gegn Vegatröllunum í Garðabænum. Ég vona að sem flestir muni sjá sér fært að styrkja þennan málstað sem er bara byrjunin á baráttu sem á næstunni mun ná til verndar Krísuvík, Sandfelli, Eldvörpum, Stóru Sandvík, Bjarnarflagi og fleiri stöðum því listinn er langur og mun ekki styttast á meðan stóriðju- virkjana og náttúruníðingströllin sveima hér um landið okkar.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Móna Lísa er máluð á tré, svona til að rétt sé nú rétt...

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2013 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband