Færsluflokkur: Bloggar
9.6.2013 | 20:09
Móna Lísa Íslands
Ramminn og striginn sem Móna Lísa er á er ekki mikils virði heldur er verðmætið í tilfinningum og huglægu mati á listaverkinu. Ef verðmæti Mónu Lísu væri eða hefði einhvern tíma verið metið í ramma og striga væri löngu búið að mála yfir hana eða nota sem eldivið í arinn einhvers stóriðjutröllsins. Stóriðju- og virkjanatröllin líta á og fara með náttúru Íslands eins og þetta sé bara rammi og strigi sem hefur engin önnur verðmæti. Þarf alltaf einhverja útlendinga til að benda á það augljósa? Gálgahraun tildæmis er dæmi um þetta og ef Gálgahraun er einskins virði eru þá verk Kjarvals nokkuð meira virði en ramminn og striginn sem þau eru máluð á?
Núna þarf á næstunni að fara að safna pening til að hafa efni á að fara í mál til verndar Gálgahrauni sem verður höfðað gegn Vegatröllunum í Garðabænum. Ég vona að sem flestir muni sjá sér fært að styrkja þennan málstað sem er bara byrjunin á baráttu sem á næstunni mun ná til verndar Krísuvík, Sandfelli, Eldvörpum, Stóru Sandvík, Bjarnarflagi og fleiri stöðum því listinn er langur og mun ekki styttast á meðan stóriðju- virkjana og náttúruníðingströllin sveima hér um landið okkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2013 | 12:10
Nábrókin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2012 | 09:14
Klúðrið við Svartsengi og Eldvörp
Svartsengi á hins vegar að vera rekið á þeim forsendum að lónið sem fyrir er muni ekki stækka. Ef þær forsendur eru að bregðast og þá er spurning hvort ekki ætti að endurskoða rekstrarleyfi virkjunarinnar. Nú á sem sagt að moka í gegnum eitt fallegasta hraunið á Reykjanesskaga til að fullnægja orkuþörf HS Orku/Veitu.
Nú vilja þeir einnig virkja Eldvörpin en það er greinilega komið upp smá vandamál. Kvöðin á Eldvarpavirkjun er að affallisvatni skuli dælt niður en reynsla sýnir að það gengur ekki upp. Þá á bara að leggja leiðslur til sjávar og dömpa menguðu affallsvatninu í sjóinn. Ekki eru til neinar rannsóknir um hvaða áhrif slíkt muni hafa á lífríki sjávarins þar sem stendur til að gera þetta.
Síðan má einnig benda á að Svartsengi er ekki sjálfbær og því síður að þessar tvær virkjanir séu sjálfbærar saman. Það er ljóst að ef Eldvörp verða virkjuð þá er öll hagkvæmni farin út í veður og vind (hagkvæmnin með tilliti til sjálfbærnni var ekki til að hrópa húrra yfir til að byrja með). Þessar virkjanir þurfa 30 ár til að borga sig upp en sá orkuforði af heitu vatni og gufu sem til staðar er mun ganga til þurrðar á 15 árum kannski 20 ef menn eru bjartsýnir.
Það veldur einnig vangaveltum hvers vegna HS Orka/Veita er að koma með þetta útspil núna. Reikna þeir með því að búið sé að samþykkja virkjanakosti sem bitist hefur verið á um á Reykjanesinu? Miðað við þessar nýju forsendur sem greinilega var vitað um af HS Orku/Veitu í all nokkurn tíma voru þá þeir sem fjölluðu um þessi mál meðvitaðir um stöðuna eða héldu forsvarsmenn HS Orku/Veitu þessu leyndu og er það þá ekki vítavert?
Upp á síðkastið hafa hver rökin á fætur öðru verið færð fyrir því að ekki eigi að virkja þarna, hvorki í Eldvörpum, Sveifluhálsi, Stóru Sandvík og Sandfell. Ég get ekki skilið hvernig heilbrigt hugsandi menn geta litið fram hjá öllum þessum göllum og samt sagt að þetta borgi sig?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2011 | 11:33
Hvað nú?
Núna þegar búið er að neita Icesave lögunum um brautargengi af meirihluta þjóðarinnar þá þurfum við að fara að horfa til framtíðar. Hvað þurfum við að gera til að koma hjólunum hér á landi í gang?
Það virðist ekki sem neinir af þeim sem eiga að stýra atvinnumálum hér á landi hafi hugmynd um hvernig á að fara að. Þeir eru enn grafnir ofan í skotgrafirnar sem verða dýpri og dýpri með hverjum deginum. Það er oft sagt að nú verði að hugsa út fyrir kassann enn hvernig væri bara að fjarlægja "ANSK." kassann.
það sem þarf að gera er eftirfarandi.
1. Afnema verðtryggingarkröfu á lífeyri og lækka ávöxtunarkröfuna niður í 2% eða jafnvel lægra. Við þetta er innlent fjármagn orðið samkeppnishæft við erlent með tilliti til ávöxtunarkröfu. Fyrirtæki hér á landi standa ekki undir meira en sirka 2% raunávöxtunarkröfu. Hvernig er þá hægt að ætlast til að lífeyrissjóðir standi undir 3,5%?
2. Þegar búið er afnema verðtryggingarkröfuna á lífeyri er hægt að afnema hana af öðrum lánum. Þessar óraunhæfu verðtryggingarkröfur á lífeyri er það sem heldur verðtryggingu og alltof háu vaxtastigi víð líði hér á landi.
3. Fella niður gjaldeyrishöft, en á sama tíma setja ofurskatta á flutning fármagns úr landi (krónu- og jöklabréf). Bjóða eigendum þess fjármagns að nota peningana í fjárfestingar hér á landi. (Lilja Mósesdóttir hefur lengi talað fyrir þessu fyrir daufum eyrum ríkisstjórnarinnar).
4. Gera aðgengi að fjármagni til nýsköpunar auðveldara. Núna eru tildæmis lífeyrissjóðirnir í sameiningu að reka Framtakssjóð Íslands en gallin þar er að ekki má fjárfesta í atvinnusköpun fyrir minna en 200 miljónir. (Enda bara keypt í stórfyrirtækjum sem eru við það að fara á hausinn s.s. Húsasmiðjan) Þetta er tímaskekkja þar sem í raun vantar peninga til að koma mörgum lífvænlegum rekstri í gang, þó ekki vanti meira en 200 milljónir til.
Framtakssjóður Íslands er dæmi um þá tímaskekkju sem enn er við líði hér. Þeir voru að dásama um daginn að þeir hefðu skilað 700 milljóna króna hagnaði. Sá hagnaður er hins vegar tilkominn vegna sölu og rýringar á eignasafni Icelandair group um 7 milljarða. Það er sem sagt enn verið að leika sama leikinn. Selja eignir og nota það til að greiða út arð svo að hægt sé að láta líta svo út að um heilbrigðan rekstur sé að ræða. Ef ekki hefði komið til þessi arðgreiðsla frá Icelandair group þá væri Framtakssjóðurinn rekinn með rúmlega 3ja milljarða krónu halla. Halla sem þyrfti að koma úr vösum lífeyrisþega hér á landi.
Sem sagt við þurfum að fara að hugsa öðruvísi og hugsa til framtíðar. skilja við gamlan úreltan hugsanahátt í viðskiptalífinu. Það má sjálfsagt bæta mörgu við þetta, en þetta er í það minnsta byrjunarreitur fyrir uppbyggingu hér á Íslandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2011 | 20:01
Ofurlaunin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2011 | 09:47
Kjötkatlarnir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)